Frá elsku sinni hann segir mér

Ef þung er sál, og þreytt mitt geð
og þrotin aðstoð manns,
þá talar Jesús til mín orð
sem tjá mér huggun hans.

Frá elsku sinni hann segir mér
er sjálfur brot mín ber.
Með gleði hann mér bendir heim
og segir: heimleiðin styttast nú fer.

Ég segi þér og það er satt
að þung er leiðin heim.
En byrðin ei lengur bugar mig
því borin hún er af tveim.

Ég býð þér, vandi: Vík í burt
og ver ei nærri mér.
Úr huga öll er horfin sorg
því hjá mér Jesús er.

Frá elsku sinni hann segir mér
er sjálfur brot mín ber
Með gleði hann mér bendir heim
og segir: heimleiðin styttast nú fer.


Guðlaugur Gunnarsson þýddi
6. nóvember 2021

He speaks to me

When I am down, faint of heart
without a comfort for my soul.
My Jesus comes and speaks the words
of soless sweet and woe.

He speaks to me of his mighty love
and helps me bear my load.
He comforts me with thoughts of home
and says we don't have much farther to go.

My friend I must confess to you
it's not an easy road.
But the burden I carry is lighter now
cause I'm not traveling alone.

So trouble let me say to you
you cannot linger near.
There is no room for sorrow now
when Jesus is so near

He speaks to me of his mighty love
and helps me bear my load.
He comforts me with thoughts of home
and says we don't have much farther to go.


Writer(s): Goodman Tanya, Sykes Tanya Goodman