Konugrey

Sérhvern dag
gengur hún um götuna
burt úr bæ,
frá öllum húsum
er þú lýsir upp,
hlý og notaleg.

Sérhvern dag, ein á ferð,
í bæinn aftur
kaffihúsum gengur hjá
í sopa langar
og í spjall við þig,
í von þú sjáir sig.

Hefurðu’ ekki séð hana?
Með enga skó
gengur þrjóskunni á,
sí og æ.
Sástu hennar svip?
Konu grey,
með svo flókið hár.
Þína vorkunn þiggur ei,
þér hún segir: Nei.
Konu grey

Leikin hart,
gamalt teppi fyrir sjal,
fyrir erm,
sig hylur með því,
klædd í lítinn kjól,
sprungna fætur fól.

Hefurðu’ ekki séð hana?
Með enga skó,
gengur þrjóskunni’ á,
sí og æ.
Guð einn um það veit
hvar hún býr,
hvernig líf hún á.
Þína vorkunn þiggur ei.
Snýr sér undan beisk.
Konu grey

Konu grey
Guð einn um það veit
Hvar hún býr
og hví hún fer um ein,
sí og æ,
og hvort hún átti vin.
Kannski bað hún fyrir þér,
í gegnum þig hún sér,
Konu grey.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
2.10.2005.

Old girl

Every day
She will wander Down the road
Back from town
Past all your houses
With their pretty lights
And their pretty rooms

Every day, all alone
Down from the canyon
To the shops and cafes,
Looking for coffee
And a word or two
She would have with you.

Have you ever seen her there
With no shoes
Stubborn as she goes
On and on,
Do you know her face?
An old girl,
Tangles in her hair,
She will turn your pity down,
Turn it right around,
Old girl.

Weathered girl,
An old blanket
For a shawl, for a sleeve
Wrapped all around her
With her little dress
And her hard feet

Have you ever seen her there
With no shoes
Stubborn as she goes
On and on?
Heaven only knows
Where she’s been
Or the world she’s in.
She will turn your pity down
Turn away and frown,
Old girl.

An old girl,
Heaven only knows
Where she’s been
Or why she walks alone
On and on,
Or when she’s had a friend.
She may have a prayer for you,
She can read you too,
Old girl