Bálið

Bálið er kveikt, sjá brennandi eldinn!
Boð Jesús segir: Farið út um allan heiminn!
Seg frá að ég lifi, sýn hver ég er.
Ávinn mér vini. Guðs ríki er hér.

Breið út eldinn sem Jesús kveikti
Ljúkum áætlun frelsarans fljótt
Er Jesús fær tendrað oss, lítil og stór,
Þá breiðist eldur hans um heiminn mjög skjótt.

Bálið er kveikt og hjarta mitt brennur,
Bindumst nú höndum, sem systur og sem bræður!
Seg öðrum frá Jesú svo eignist þeir líf.
Þá allir fá heyrt, kemur Kristur á ný.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi nóvember 1998
(úr norsku: Tend ilden!)

Tend ilden!