eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Gömlu orð
Heilög orð varðveitt vel,
veganesti’ í heimi hér.
Enduróm frá hjarta Guðs
mér orðið færir von og dug.
Lífsins orð vekur von,
veitir styrk og hjálp í raun.
Sama hvar ég sef og fer
þá sígilt orð Guðs heim mig ber.
Viðlag:
Gömlu orð ávallt sönn
okkur breyta’ í dagsins önn.
Komum enn með opinn hug,
því orðið gefur von og dug.
Trúarorð eyrum ná,
okkur gefin öldum frá,
kostað hafa fórn og háð.
Ó, heyrið trúföst orð um náð.
Heilög orð varðveitt vel,
veganesti’ í heimi hér.
Enduróm frá hjarta Guðs
mér orðið færir von og dug.
Viðlag x 2
Komum enn með opinn hug,
því orðið gefur von og dug.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
12. október 2004
Ancient Words
Holy words long preserved
for our walk in this world,
They resound with God's own heart
Oh, let the Ancient words impart.
Words of Life, words of Hope
Give us strength, help us cope
In this world, where e'er we roam
Ancient words will guide us Home.
CHORUS:
Ancient words ever true
Changing me, and changing you.
We have come with open hearts
Oh let the ancient words impart.
Holy words of our Faith
Handed down to this age.
Came to us through sacrifice
Oh heed the faithful words of Christ.
Holy words long preserved
For our walk in this world.
They resound with God's own heart
Oh let the ancient words impart.
CHORUS x2
We have come with open hearts
Oh let the ancient words impart.
Lag og texti: Lynn DeShazo