Engin hryggð

Við heyrum enn:
heimur líða mun undir lok.
Það gerist senn:
endursköpun við aldalok.
Horfið er böl
sem reyndist bugandi þraut
banvænni illsku er vísað á braut.

Engin hryggð, engin tár,
ekkert húm, enginn sjúkur og sár.
Við syngjum lof og lútum þér,
þú Guðs lamb, einum þér allur heiður ber.

Já, litist um:
lúta þjóðir og tigna Guð.
Í lofsöngnum
lofgjörð konungsins fullkomnuð.
Eitt og eitt nafn
þá upp er lesið um sinn
Ég óttast eigi, ég þekki konunginn!

Engin hryggð, engin tár,
ekkert húm, enginn sjúkur og sár.
Við syngjum lof og lútum þér,
þú Guðs lamb, einum þér allur heiður ber.

Og sjáðu hér,
bústað hefur hann búið mér.
Mín blessun er
að hann bauð eilíft líf með sér.

Engin hryggð, engin tár,
ekkert húm, enginn sjúkur og sár.
Við syngjum lof og lútum þér,
þú Guðs lamb, einum þér allur heiður ber.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi
2. nóvember 2015.

No more night

The timeless theme
Earth and heaven will pass away
It's not a dream
God will make all things new that day
Gone is the curse
from which I stumbled and fell
Evil is banished to eternal hell.

No more night, no more pain
No more tears, never cryin' again
And praises to the great „I Am“
We will live in the light of the risen Lamb.

See all around
Now the nations bow down to sing
The only sound
is the praises to Christ, our King
Slowly the names
from the book are read
I know the King, there's no need to dread.

No more night, no more pain
No more tears, never cryin' again
And praises to the great „I Am“
We will live in the light of the risen Lamb.

See over there
There's a mansion prepared for me
Where we will live
with my Saviour eternally.

No more night, no more pain
No more tears, never cryin' again
And praises to the great „I Am“
We will live in the light of the risen Lamb.


Words and Music By: Walt Harrah