Lifandi orð

Orð Guðs er lifandi, öflugt og beitt,
innst inn í hugarins fylgsni fær sneitt,
dæmir þar hugsun og hugrenning fljótt,
hjarta mitt fyllir af gleði og þrótt.

Sverð er það andans til baráttu best,
byggir upp trúna og hughreystir mest.
Orð Guðs er styrkur í stríði og raun,
staðfestir himnesk að bíði mín laun.

Heilagt Guðs orð er mér hvatning á braut,
haldreipi gott þegar reynir á þraut.
Fyrirheit Guðs aldrei fellur á brott
fúslega‘ að treysta því reynist mér gott.

Jesús er orð Guðs til okkar á jörð,
yfir mér vakir, ég er í hans hjörð.
Vil ég þú lífið og vegur sért minn
vegferð mér greiði æ sannleikur þinn.

Guðlaugur Gunnarsson
Október 2014

Lag: Bjarni Gunnarsson