eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Allir þarfnast Guðs
Dag hvern þjóta þau mér hjá
þrá í augum vel má sjá
innantóm með áhyggjur
öll án tilgangs halda burt.
Sálarangist, engin hróp,
óttalaus ei neinn.
Hilja hlátri þögul óp
sem heyrir Jesús einn.
Allir þarfnast Guðs, allir þarfnast Guðs,
þegar draumar bresta hér, opnar dyr hann er.
Allir þarfnast Guðs, allir þarfnast Guðs,
ó, að þetta skildum við: Allir þarfnast Guðs!
Ljós hans flytja fáum við
föllnum heimi von og grið.
Ekkert verð er allt of hátt
eignist guðlaus líf og sátt.
Ást Guðs, hryggð í hjarta vek
harm er bera flest.
Orð Guðs heyra þurfa þau,
því veit engan frest.
Allir þarfnast Guðs, allir þarfnast Guðs,
þegar draumar bresta hér, opnar dyr hann er.
Allir þarfnast Guðs, allir þarfnast Guðs,
ó, að þetta skildum við - svo lífið gæfum við !
Því allir þarfnast Guðs.
Allir þarfnast Guðs.
Guðlaugur Gunnarsson,
11/02/2011
People need the Lord
Everyday they pass me by,
I can see it in their eyes.
Empty people filled with care,
Headed who knows where?
On they go through private pain,
Living fear to fear.
Laughter hides their silent cries,
Only Jesus hears.
People need the Lord, people need the Lord.
At the end of broken dreams, He's the open door.
People need the Lord, people need the Lord.
When will we realize, people need the Lord?
We are called to take His light
To a world where wrong seems right.
What could be too great a cost
For sharing Life with one who's lost?
Through His love our hearts can feel
All the grief they bear.
They must hear the Words of Life
Only we can share.
People need the Lord, people need the Lord
At the end of broken dreams, He's the open door.
People need the Lord, people need the Lord.
When will we realize that we must give our lives,
For peo-ple need the Lord.
People need the Lord.
Greg Nelson and Phil McHugh