Ferðalangur

Nú er sól að setjast,
rauðleit ský að sjá.
Fölleit ljósin flökta
er ég ferðast hjá.
Einn á ferð ég er
fjarri elskunni minni.

Augu elsku minnar
eru björt og hlý
eins og blika bárur
bláum vogi í.
Hug minn fyllir hún
eins og hafgolan seglin.


Kór:
Hún er ljóð mitt að kvöldi,
um lágnætti sefar hennar rödd.
Veginn fer ég einn.
Flyt mig heim
í faðminn hennar.

Nú í kvöld er kuli,
konan leggur sig.
Lágvært þrestir kvaka,
þar sem gisti ég.
En við arineld
eftir mér ást mín bíður.

Hún er ljóð mitt að kvöldi,
um lágnætti sefar hennar rödd.
Ég á hjá henni’ að vera,
þar sem haföldur blika stjörnur við.


Veginn fer ég einn. Flyt mig heim
í faðminn hennar. (x2)


Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
3.10.2005

Lonely Road

Well, the sun has fallen
From the western sky.
House lights flicker on
As I travel by.
On this lonely road
I am far from my lover.

Oh, my lover's eyes,
They are blue and grey,
Like the changing tides
In Half Moon bay.
And she fills my heart
Like the wind in an open sail.


Chorus:
She's my song in the evening,
A clear voice that calms me in the dark.
Let this lonely road
take me home
To my lover.

There's a chill tonight
The lady here lies down,
While the crickets call
Outside my hotel room.
By firelight
She is waiting for me.

She's my song in the evening,
A clear voice that calms me in the dark.
And I belong there beside her
Where the waves break
Blue beneath the stars.

Let this lonely road take me home
To my lover. (2x)


Fernando Ortega.