Jólabæn

Heilög hátíð.
Hersveit engla svo blíð
mér bauð frið Guðs og blessun.
Boða lausn öllum lýð,
– Ég bið um frið Guðs!
lausn öllum lýð
– Ég bið um frið Guðs!

Hirðar hlutu
helgan frið Guðs þá nótt
þá er frelsarinn fæddist.
Friður, allt er svo hljótt!  
– Ég bið um frið Guðs!
Allt er svo hljótt.

Gef mér sanna gleði
sem ég gefa megi öðrum  
Frelsari minn, frið gef mér þinn!
Fyll mig lotning, Drottinn minn!
Þá held ég heilög jólin
Þá held ég heilög jólin
Friður, allt er svo hljótt!
– Ég bið um frið Guðs!
Allt er svo hljótt!

Guðlaugur Gunnarsson
24. október 2009