Það sem brestur

Það sem brestur bindur Jesús saman,
bara hann fær læknað hjartasár.
Jesús þekkir huga’ okkar og hjarta,
hann mun þerra hvert eitt sorgartár.
Far til þeirra’ er bera þungar byrðar,
boða þeim Guðs kærleika og sátt,
segðu þeim frá gæðum lífs og gleði,
gjöfunum sem þú í Kristi átt.

Breytt hann illu getur til hins góða,
gleði veitir hann í sorgarstað.
Jesús kom með eilíft líf til allra,
aðeins þarf að segja mönnum það!
Allir þurfa að eignast þessa gleði,
öllum sami réttur til þess ber,
rík sem fátæk, ung sem eldri heyri:
Elska Guðs í Kristi nægir þér!

Fara skaltu’ er frelsarinn þig kallar,
flyt þú öðrum von sem gaf hann þér.
Það sem brestur bindur Jesús saman,
börn sín leiðir aftur heim með sér.
Allir þurfa að eignast þessa gleði,
öllum sami réttur til þess ber,
rík sem fátæk, ung sem eldri heyri:
Elska Guðs í Kristi nægir þér!


Guðlaugur Gunnarsson þýddi Jan. 2000.
3. erindi þýtt október 2004.
Endurbætt mars 2020.

Det som brest

Det som brest kan Jesus binda saman,
han kan lækja alle hjartesår.
Han som ser og kjenner våre tankar,
han kan gjera meir enn me forstår.
Gå til dei som ber på tunge börer,
Tala om Guds kjærleik og Guds fred.
Tala om den store himmelgreda,
den som Gud i Kristus sendt ned.

Han kan snu det vonde til det gode,
i hans hand vert sorg til glede vendt.
Jesus kom med evig liv til alle,
me må gå og gjera dette kjent.
Alle må få del i denne gleda,
ho er til for liten og for stor.
Ho er til for fattige som rike,
ho er til for alle folk på jord.

Me må gå når Frelsaren oss kallar,
tröysta andre med den tröyst me har.
Det som brest kan Jesus binda saman,
Han er vegen heim igjen til Far.
Alle må få del i denne gleda,
ho er til for liten og for stor.
Ho er til for fattige som rike,
ho er til for alle folk på jord.


Haldis Reigsrad (t), Mons L. Takle (l) 1985.