Textinn er að nokkru byggður á þessum orðum:

Filippíbréfið 3,7-11:

En það sem var mér ávinningur met ég nú vera tjón sakir Krists. 8Já, meira að segja met ég allt vera tjón hjá þeim yfirburðum að þekkja Krist Jesú, Drottin minn. Sakir hans hef ég misst allt og met það sem sorp til þess að ég geti áunnið Krist 9og reynst vera í honum, ekki sakir eigin réttlætis, sem fæst af hlýðni við lögmálið, heldur sakir þess sem trúin á Krist gefur, réttlætið frá Guði með trúnni. - 10Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans, ég vil þjást með honum og líkjast honum í dauða hans. 11Mætti mér auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum.

Ég gef þér allt

Ég gef þér, líf mitt, Guð,
ég gef mitt hjarta þér.
Ég fús þér færi allt
því þú frelsi gefur mér.
Hverja þrá ég færi þér
og allt það sem var mér hlíf.
Ég gef þér, Guð, mitt stolt
því þú gefur eilíft líf.

Ó, Guð, ég gef þér allt mitt líf, allt mitt líf.
Ó, Guð, ég gef þér allt mitt líf, allt mitt líf.

Ég syng þér þennan söng
er sit ég við þinn kross
og allt sem heimur ann
ég ekki tel mitt hnoss.
Að ég þekki, Jesús, þig
vil ég þakka er ég bið,
að gleðin varir við
því þú veitir þjáðum grið.

Ó, Guð, ég gef þér allt mitt líf, allt mitt líf.
Ó, Guð, ég gef þér allt mitt líf, allt mitt líf.


Guðlaugur Gunnarsson,
25. apríl 2010

Surrender

I'm giving You my heart,
and all that is within
I lay it all down,
for the sake of You my King
I'm giving You my dreams,
I’m laying down my rights
I'm giving up my pride,
for the promise of new life

And I surrender all to You, all to You
And I surrender all to You, all to You

I'm singing You this song,
I'm waiting at the cross
and All the world holds dear,
I count it all as loss
For the sake of knowing You,
for the glory of Your name
To know the lasting joy,
even sharing in Your pain

And I surrender all to you, all to You
And I surrender all to you, all to You

Marc James
Vineyard Songs (UK/Eire)