eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Lag: Óskar Einarsson
Gleðina fann ég
er frelsarinn gaf mér frið
sem nú fyllir mína sál,
kveikir gleðibál – er syng ég
um Guðs son er veitir
grið
og gefur lofsöngsmál.
Frið Guðs nú á ég.
hann ætíð mér tjáir ást
sem er engu öðru lík,
umhyggja svo rík
– því syng ég
um vin minn sem vildi þjást
og veita gæði slík.
Leyfðu Guði’ að gefa þér
gleði sína eins og mér.
Hver er honum
líkur?
Hann þig aldrei svíkur.
Taktu við í trú.
Tryggð hans eignast þú.
Gleðina fann ég
því frelsarinn gaf mér frið
sem nú
fyllir mína sál,
kveikir gleðibál – er syng ég
um Guðs son er veitir grið
og gefur lofsöngsmál.
Texti: Guðlaugur Gunnarsson
25. september 2011