Eins og ég var

Eins og ég var
inn til Guðs kom ég og föður fann þar.
Sekur til dauða af syndum svo mörgum
sár og í fjötrum af glapstigum löngum.
Ó, hvílíkt undur, hann ást til mín bar
eins og ég var.

Eins og ég var
af mér hann létti því fargi’ er ég bar.
Upp lukust dyr fyrir dauðsekum manni
dó í minn stað, Jesús frelsarinn sanni.
Guð er minn faðir sem ást til mín bar
eins og ég var.

Eins og ég er
elskar Guð barn sitt, í náð sinni sér.
Falli ég oft, á svo fátt til að bera
frelsari er hann og minn vill hann vera.
Ókeypis náð veitir unaðshvíld mér
eins og ég er

Eins og ég er
upp í Guðs himin mig frelsarinn ber,
býður mér inn, ég skal brúður hans vera,
borgaði allt, ég þarf ekkert að gera.
Amen ég segi, til upphæða fer
eins og ég er.


Guðlaugur Gunnarsson þýddi
4/8/2003, lokið 21. janúar 2016

Slik som eg var

Slik som eg var,
kom eg til Gud og fekk jubla: Min far!
Skuldig til döden for syndene mange,
bunden i lengkjer frå syndeveg lange.
Å, for eit under, han elsk til meg bar
slik som eg var.

Slik som eg var.
Då eg fekk sleppa den byrda eg bar
Døra var opna for syndaren store,
ja, det var nok det som Frelsaren gjorde.
Barn fekk eg vera, og Gud var min far,
Slik som er var.

Slik som eg er,
Herren i nåde til barnet sitt ser.
Om synder og tvil, det er heile mi æra,
Han er min Frelsar, og det vil han vera.
Nåden er fri, og eg kviler meg der,
Slik som eg er.

Slik som eg er,
Frelsaren meg imot himmelen ber.
Inn får eg koma, hans brud skal eg vera,
Han gjorde alt, eg skal ingen ting gjera.
Amen, ja amen, til himlen eg fer
Slik som eg er.

Lag og ljóð: Sigvard Engeset.

https://open.spotify.com/track/5qvXFtuQ7MzwMgTabMP0Je /