eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Kveiki ég kertaljós
því að kominn er desember.
Minningar flæða fram
þar sem fögur mynd birtist mér:
Jólaljós,
kveikt á kerti, horft í logann:
Lífsins sól!
Las hann afi’ úr orði Guðs um friðarjól
kyrrð í huga, gjafir gefnar,
sungin gleðiljóð.
Ósk mín er aftur því
að hin
einföldu bernskujól
upplifum enn á ný,
breiði ást Guðs um byggð og ból.
Jólaljós,
Kveikt á kerti, horft í logann: Lífsins sól!
Lesum enn
úr orði Guðs um friðarjól
kyrrð í huga, gjafir gefnar,
syngjum gleðiljóð!
Syngjum gleðiljóð!
Fögnum frelsaranum saman,
uns hann friðinn sinn gefur á
ný.
Frelsari minn, ég bið,
Ó, færðu mér þinn frið.
Guðlaugur Gunnarsson október 2010