eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Ljós í myrkri
Þegar ljós í myrkri logar
það lýsir upp minn hug
eins og ljóminn þegar barnsins augu brosa við mér.
Ljósið rekur burtu rökkrið,
á raunum vinnur bug
þegar kveikjum við á kerti‘ í desember.
Fögnum friðarhátíðinni
er fæddist lausnarinn.
Kom sem sólargeisli inn í myrkan mannanna heim.
Og hann býður okkur blessun
og börnum faðminn sinn,
því hann kom í heiminn til að hjálpa þeim.
Viðlag:
Gleðileg jól,
nú er hátíð í húsi hvers manns.
Gleðileg jól,
fögnum komu frelsarans.
Sú hátíð ljóss og friðar er frábær gleðistund
saman fjölskyldur þá eiga vinafund.
Þegar jólaljósin loga
þá ljómar hugur minn
og sú jólageði endurspeglast öðrum í hag
Því ég gleði góðra jóla
Í gjafmildinni finn,
ég vil kveikja ljós í kaldri sál í dag.
Lítum allt í kringum okkur
svo engum gleymum við,
marga skortir kannski ást og von í einmana heim.
Ef við gefum öðrum gjafir,
af gæsku leggjum lið,
þá mun jólaljósið sanna lýsa þeim.
Viðlag
Gleðileg jól,
nú er hátíð í húsi hvers manns.
Gleðileg jól,
fögnum komu frelsarans.
Sú hátíð ljóss og friðar er frábær gleðistund
saman fjölskyldur þá eiga vinafund,
-það er okkar eina sanna jólastund.
Frumortur texti: Guðlaugur Gunnarsson
3. júlí 2020
Lag: Ingi Gunnar Jóhannsson