eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Eftirfarandi söngtexti er gerður við lag Friðriks Karlssonar og Sigga Beinteins hefur gert vinsælt (: Allt eða ekkert er svarið mitt
spotify:track:5VsaAm3Vf1pAWgxAB6JQnQ
---
Jesús Kristur er svarið mitt,
Jesús Kristur er allt sem ég þarf
Hann veitir mér tilgang, ávalt mig elskar,
og eilíft líf gefur í arf.
Er vinir bregðast og vonirnar
bresta,
veistu hvað þá gagnar?
Og þegar engum er óhætt að treysta
óhug mjög það magnar.
Um hvað snýst þá allt þitt strit
ef ekkert átt
mark eða mið?
Að spyrja virðist ekkert vit,
en veistu, hver gefur þá frið?
(- hvar finna má frið?)
(- hvort eignast má frið?)
Viðlag
Svo margir telja að trúin
sé fánýt
tilgangslausir órar.
Þeir finna í vísindum fátt um Guðs tilvist,
með fullyrðingar stórar.
Aðrir virðast elska Guð,
eiga í sálinni
frið.
Var ást Guðs nokkuð afsönnuð?
Hvað er það sem gefur mér grið?
viðlag
Um hvað snýst þá allt þitt strit
ef ekkert átt mark
eða mið?
Að spyrja virðist ekkert vit,
en veistu, hver gefur þá frið?
Viðlag
Viðlag
Guðlaugur Gunnarsson.
17. febrúar 2015