Í himninum

Í himninum, í himninum,
þar sem Herran Guð vor býr,
hve dýrleg verður dvöl þar æ,
þar er Drottins faðmur hlýr.
Þar líta munum lausnarann
og lifa æ í sátt við hann,
við Drottinn allsherjar.

Í himninum, í himninum
Drottins hátign ljómar skær.
Þar bliknar jafn vel sólin sjálf,
þegar skín Guðs dýrðin tær.
Og ekkert þar að óttast er:
Um eilífð standa munum vér
hjá Drottni allsherjar.

Ó, Drottinn Jesús, legg oss lið
og leið oss heim til þín
og hreinsa oss af allri synd,
veit oss afl, er styrkur dvín.
Ó, gef þú, Guð, að rætist þrá,
að getum hugrökk staðið þá
hjá Drottni allsherjar.

Guðlaugur Gunnarsson
eftir norskri fyrirmynd haustið 1981

I himmelen

I Himmelen, i Himmelen,
Hvor Gud, vor Herre bor,
Hvor saligt dit at komme hen,
Hvor er den Glæde stor.
For evig, evig skal vi der
Se Gud i Lyset som han er,
Se Herren Zebaot.

Og Legemet, og Legemet
Som lagdes bort i Muld,
Det vorder alt så skinnende,
Ja, som det skjære Guld.
Og ved af ingen Vunde mer
Mens Åsyn det til Åsyn ser
Gud Herren Zebaot.

Og Sjælen får sin Prydelse,
Den Krone, som er sagt,
Retfærdighedens Brudekrans,
Og så den hvide Dragt.
O Gud, hvad Lyst at være dig nær,
At se i Lyset som Du er
Dig, Herren Zebaot.

Texti:
Laurentius Laurentii Laurinus (1573-1655)

Lag: Edvard Grieg