eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Við söfnumst öll hér saman um þitt heilaga nafn,
syngjum dýrð og lofsöng þér.
Jesús, okkur langar til að lofa þitt nafn
lof og þakkir færa þér.
Vegna mín, ó Guð, þínum englum út þú býður,
því þú elskar mig, og ég lofa þig!
Ég
er barnið þitt, þú mig berð á englavængjum.
Nú ég bið til þín, vertu blessun mín!
Hve sælt er hér að vera þegar skjól
veitir þú,
skuggi þinn mér svalar þá.
Hæli mitt og háborg, Guð minn, þig ég trúi á
Herra, vertu æ mér hjá.
Vegna
mín, ó Guð, þínum englum út þú býður,
því þú elskar mig, og ég lofa þig!
Ég er barnið þitt,
þú mig berð á englavængjum.
Nú ég bið til þín, vertu blessun mín!
Þú athvarf ert mér, Guð minn, og ég óttast ei þarf
ógn sem nóttin færir mér.
Jesús, þú ert hjá mér, þegar heltekur neyð,
róar hug í faðmi þér.
Vegna mín, ó
Guð, þínum englum út þú býður,
því þú elskar mig, og ég lofa þig!
Ég er barnið þitt, þú
mig berð á englavængjum.
Nú ég bið til þín, vertu blessun mín!
Þú þekkir mig með nafni, þú ert ætíð mér hjá,
þín mig styður hægri hönd.
Ef hrasa ég og leiðist burtu, þá haltu mér fast,
hvar sem ferðast ég um lönd.
Vegna mín, ó Guð, þínum
englum út þú býður,
því þú elskar mig, og ég lofa þig!
Ég er barnið þitt, þú mig berð á englavængjum.
Nú ég bið til þín, vertu blessun mín!
Ég er barnið þitt, þú mig berð á englavængjum.
Þú
mig blessar, Guð, er ég lofa þig!
Í þér á ég von, er ég þreytist þú mig styrkir.
Lát þinn ástareld brenna’
í brjósti mér.
Ó, ég þrái þig! Umvef líf mitt þinni elsku,
og í faðmi þér syng ég ástarsöng.
Hvar ég er og verð, megir þú mig ætíð leiða
yfir höf og lönd þó að leið sé löng.
Guðlaugur Gunnarsson og Ingunn
Bjarnadóttir
14. apríl 2004.