eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Ég veit það ei
Ég veit það ei, hví hann sem englar heiðra
af hjarta skuli elska breyska menn,
né hví sem hirðir leyti hinna týndu
og heim þá leiði’ er villtust burt af leið.
En eitt ég veit, að María, hans móðir,
hann mjúkhent lagði’ í jötu’ í Betlehem
sem síðar bjó í Nasaret við störf sín.
Já,svona kom hann, frelsarinn, í þennan heim.
Ég veit það ei, hve þögull hann mjög þjáðist
er þessum táradal gaf friðinn sinn,
né hversu mjög hans hjarta brast á krossi
með höfuð þyrnikrýnt af okkar synd.
En eitt ég veit, að hann fær læknað hjörtun
og hreinsað synd og sefað ótta minn
og létt af þeirri byrði’ er þung er orðin.
Já, þannig vill hann frelsari nú vera þinn.
Ég veit ei hvernig hann mun vinna heiminn,
né hvernig hann fær arfleifð sína heim,
né uppfyllt þörf og innstu þrá og löngun
hjá þjóðum heims, já hverja bæn frá þeim.
En eitt ég veit að allir sjá hann koma
Og uppskera allt það sem sáði hann
Á degi þeim mun þvílík dýrð hans ljóma
er þekktur verður frelsarinn sem sigur vann
Ég veit ei hvernig löndin fá hann lofað
er lægir vind og sjó að beiðni hans,
hver geti tjáð þá gleði’ er völdin tekur
er gæska fyllir hjarta sérhvers manns.
En eitt ég veit, að loftið fyllist lofsöng
er lofgjörð syngur skarinn mikli þá.
Og endurómar jörðin sigursönginn
er síðast hyllir frelsara sinn Guði hjá.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi, Október 2001.
I cannot tell
I cannot tell why he whom angels worship
Should set his love upon the sons of men
Or why as shepherd he should seek the wanderers
To bring them back they know not how or when
But this I know that he was born of Mary
When Bethlehem’s manger was his only home
And that he lived at Nazareth and laboured
And so the saviour saviour of the world is come
I cannot tell how silently he suffered
As with his peace he traced this place of tears
Or how his heart upon the cross was broken
The crown of pain to three and thirty years
But this I know he heals the broken hearted
And stays our sin and calms our lurking fear
And lifts the burden from the heavy-laden
For yet the Saviour Saviour of the world is here
I cannot tell how he will win the nations
How he will claim his earthly heritage
How satisfy the needs and aspirations
Of east and west of sinners and of sage
But this I know all flesh shall see his glory
And he will reap the harvest he has sown
And some glad day his sun shall shine in splendour
When he the saviour saviour of the world is known
I cannot tell how the lands shall worship
When at his bidding every storm is stilled
Or who can say how great the jubilation
When all the hearts of men with love are filled
But this I know the skies will thrill with rapture
And myriad myriad human voices sing
And earth to heaven and heaven to earth will answer
At last the saviour saviour of the world is King.
William Young Fullerton (1857-1932)
Írskt þjóðlag