eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Í desember er dýrðin mest
er dvínar biðin langa,
þá blik í augum barnsins sést
og bros á hverjum vanga,
því jólahátíð haldin er
í húmi vetrarnætur:
Við dýrleg ljósin dimman fer,
þá dvína allar þrætur.
Í hugum okkar hátíð er
og hjartað fullt af gleði.
Sú
elska meiri ávöxt ber
sem eyðir sorg úr geði.
Við tendrum von í vinar hug
og veitum huggun ríka
sem ekkert fær á unnið bug
með ást og gleði slíka.
Við þökkum fyrir frelsarann
sem fæddist okkur mönnum.
Þótt elski fáir eins og hann
með undrakærleik sönnum
þá elskar son Guðs ávallt þann
sem iðrast sinna saka
svo elskað geti eins og hann
og einskis vænst til baka.
Guðlaugur Gunnarsson, nóvember 2013