eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
1
Nú er sól til viðar sigin
og ég syng þér kvöldsöng minn,
þá minn frelsari og faðir
vil ég fá að kallast
þinn. x2
2
Taktu burtu öll mín afbrot
sem í ólgu dags ég vann.
Sefa áhyggjur og efa,
gef ég elski sérhvern mann. x2
Ver mér
hjá og vernda mig,
hvíld mér veit og frið í nótt.
Ljúflega ég lofa þig,
allt er loksins orðið hljótt!
3
Vaktu yfir lýð og landi,
engla láttu standa vörð.
Bæg frá gjörningum og grandi
og mín gæt í þinni hjörð. x2
Ver mér
hjá og vernda mig,
hvíld mér veit og frið í nótt.
Ljúflega ég lofa þig,
allt er loksins orðið hljótt!
4
Ljúft ég bið um blessun þína,
lát mig, barn þitt, gæsku sjá
og er lífi mínu lýkur
búa lát mig æ þér hjá. x2
Guðlaugur Gunnarsson
Frumort 6. nóvember 2018
við lag Emils Hreiðars Björnssonar