eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Komið, þér hirðar, komið og sjáið:
Konungur fæddur er!
Guð vor það lét af gæsku og náð
gerast á jörðu hér.
Kristur er fæddur,
frelsari heimsins.
Fagnið, þér hirðar, komið til barnsins.
Óttist ekki þér.
Komum nú allir, krjúpum við stallinn,
Kristur þar lagður er.
Sjáum þann
atburð sem oss er boðið
sælum af engla her.
Lofsyngjum Drottni! Látum nú hljóma
lofgjörð og þakkir Guði til sóma:
Dýrð sé Drottni þér!
Fregnirnar
þessar fögnuð enn veita
fluttar til vor á ný:
Yður í dag er frelsari fæddur,
friðurinn ríkir því.
Synd fær ei lengur skilið oss sundur
synduga menn og
Guð. Hvílíkt undur!
Dýrð sé Drottni þér!
Guðlaugur Gunnarsson,
desember 1980.
Kom med, alle hyrder
L. Strand