eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Þess merki ber
Fylltu líf mitt, Guð,
ég gefst þér einum.
Þín gjöf er betri
en allt sem heimur gaf.
Guðs andi, mér gef
að geta munað
að mér gleði það færir
að segja þér (það):
Allt mitt líf þess merki ber
að krossfest það með Kristi er.
Og lífið sem ég lifi nú
ég lifi Jesú Kristi‘ í trú.
Kólni hjarta mitt,
og mig felli freisting
þá fús er Andinn
að beina mér til þín.
Líf mitt Kristur er,
dauðinn ávinningur.
lát mig alltaf muna
minn söng til þín (að):
Allt mitt líf þess merki ber
að krossfest það með Kristi er.
Og lífið sem ég lifi nú
ég lifi Jesú Kristi‘ í trú.
Já, mundu, fórn hann færði
er festur var á krossinn.
Og mundu sátt hann samdi
er sjálfur líf sitt gaf hann.
Já, mundu, bæn og beiðni
hann biður fyrir okkur.
Og mundu lífsins lávarð
að lofa hann og tigna
Allt mitt líf þess merki ber
að krossfest það með Kristi er.
Og lífið sem ég lifi nú
ég lifi Jesú Kristi‘ í trú.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi
9. febrúar 2022
Life defined
Won‘t you be my life,
oh I surrender
One day is better
With you than all the world
Oh Spirit of life
Help me remember
That it is my pleasure
To say to You that
All I am my life defined
By I've been crucified with Christ
The life I live I live by faith
In Jesus Christ who lives in me
When my heart grows cold
And my flesh is failing
The Spirit is willing
To point me back to You
For to live is Christ
And to die is better
Help me remember
my song to You
All I am my life defined
By I've been crucified with Christ
The life I live I live by faith
In Jesus Christ who lives in me
Remember His atoning
His body broken for me
Remember His approval
He gave His life to say so
Remember His appealing
My Lord is interceding
Remember if you have breath
To breathe it out and praise Him
All I am my life defined
By I've been crucified with Christ
The life I live I live by faith
In Jesus Christ who lives in me
Shane & Shane