Í Kristi einum

Í Kristi einum von ég á,
eilífan styrk, mitt ljós og ljóð.
Það hellubjarg og hornsteinn sá
haggast ei hvað sem dynur á.
Það friðardjúp og eilíf ást
fær ótta stillt og deilur leyst.
Hann huggar mig, hann er mér allt,
ávallt í elsku Krists ég dvel.

Já, Kristur einn, í holdi‘ er kom,
Konungur himins ungbarn var,
Sú heilög ást og hjálparvon
háðsmanna sinna syndir bar
á krossi þeim uns dauða dó
gegn dómi Guðs þeim frelsi bjó.
Fyrst allra syndir einn hann bar
eignast ég líf í dauða Krists.

Í kaldri gröf hans liðið lík
ljós þessa heims í myrkri beið.
En undur stór þá urðu slík:
Upp hann frá dauða aftur reis!
Hann sigur hlaut gegn Satans her
og syndin missti tök á mér.
Því ég er hans og hann er minn
hreinsaður dýru blóði Krists.

Mér engin sekt né angist nær,
undur þau gefur Kristur mér.
Mitt daglegt líf í dag sem gær,
Drottinn minn ræður hvert ég fer.
Hvorki' illskuvald né ætlun manns,
mér ekkert nær úr hendi Hans.
Uns kemur hann og heim mig ber
hérna í krafti Krists ég dvel.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi
8. apríl 2012.

In Christ alone

In Christ alone my hope is found,
He is my light, my strength, my song;
this Cornerstone, this solid Ground,
firm through the fiercest drought and storm.
What heights of love, what depths of peace,
when fears are stilled, when strivings cease!
My Comforter, my All in All,
here in the love of Christ I stand.

In Christ alone who took on flesh
Fulness of God in helpless babe!
This gift of love and righteousness
Scorned by the ones he came to save:
Till on that cross as Jesus died,
The wrath of God was satisfied -
For every sin on Him was laid;
Here in the death of Christ I live.

There in the ground His body lay
Light of the world by darkness slain:
Then bursting forth in glorious Day
Up from the grave he rose again!
And as He stands in victory
Sin's curse has lost its grip on me,
For I am His and He is mine -
Bought with the precious blood of Christ.

No guilt in life, no fear in death,
This is the power of Christ in me;
From life's first cry to final breath.
Jesus commands my destiny.
No power of hell, no scheme of man,
Can ever pluck me from His hand;
Till He returns or calls me home,
Here in the power of Christ I'll stand.

Texti: Stuart Townend
Lag: Keith Getty