Kenn mér að þekkja

Kenn mér að þekkja vegu þína
og þeim að fylgja hvert eitt skref!
Það allt sem fékk í umsjá mína
þú átt, en ég að láni hef.
En vilji hönd þín ljúf mig leiða
ég litið fæ þitt mark og mið.
Þótt heimur vonir vilji deyða
mér vís er hjálp, er Guð ég bið.

Kenn mér að þekkja hugsun þína
og þjálfa mig að hugsa eins!
Er ótti heftir hugsun mína
þá hug mér auk, þíns lærisveins.
Er örvænting minn eykur voða
mér ætlun þína segðu, Guð!
Þá sólin rís úr morgunroða
að raunum loknum fullkomnuð.

En kenn mér umfram allt að þekkja
þá elsku sem þú berð til mín:
Með stjörnum húmið mun hún hrekja
er hamingjunnar sólskin dvín.
Hún þerrar tár sem vel hún vissi
að valdið hafði‘ er þrautir jók.
Hún veg sinn lagði við hvern missi,
en veitir meira en hún tók.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
26. ágúst 2015

Lær meg å kjenne dine veie

Lær meg å kjenne dine veie
og gå dem trøstig skritt for skritt!
Jeg vet at hva jeg fikk i eie,
er borget gods, og alt er ditt.
Men vil din sterke hånd meg lede,
jeg aldri feil på målet ser,
og for hvert håp som dør her nede,
får jeg et håp i himlen mer.

Lær meg å kjenne dine tanker
og øves i å tenke dem!
Og når i angst mitt hjerte banker,
da må du kalle motet frem.
Når jeg har tenkt meg trett til døden,
si så hva du har tenkt, o Gud!
Da kan jeg se at morgenrøden
bak tvil og vånde veller ut.

Men lær meg fremfor alt å kjenne
din grenseløse kjærlighet,
den som kan tusen stjerner tenne
når lykkens sol for meg går ned.
Den tørrer tåren som den skapte
og leger såret som den slo.
Dens vei går gjennom det vi tapte,
den gir oss mere enn den tok

Tekst: Jakob Paulli 1902
Melodi: Norsk folketone

Sagan að baki söngnum

Maður kemur heim úr pílagrímsferð. Þá fær hann að vita að fjölskylda hans er dáin og hús hans brunnið. Þá semur hann þennan sterka sálm, ekki: Hvers vegna gerðir þú mér þetta, heldur sálm um von: Kenn mér að þekkja vegu þína, Guð, og fylgja þeim skref fyrir skref. Það sem ég á skiptir engu, því fyrir allt sem ég missi hér á jörð þá á ég von um hjálp á himnum. Söngurinn er fullur af von og þrá. Allir geta speglað sig í honum, hver sem bakgrunnur þeirra er.