eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Hví þá?
Við brugðum okkur bæjarferð einn dag,
bara ég og pabbi.
Mér var loksins leyft að sitja hest.
Folann ég sat
rétt við föður míns hlið.
Létt á fæti ég lagði' af stað.
Við heyrðum fullt af fólki hrópa
Fórum af baki' að spyrja' um það.
Þá sá ég þar mann
sem hann pabbi minn ann.
Angist sá ég er leit ég á hann.
Ég spurði: „Pabbi, hvað merkja hrópin?
Hvers vegna æsast þeir allir við ópin?
Hví er hann sveipaður purpuraslá?
Særa hann þyrnarnir meir en má sjá?
Pabbi, hví aðhefst þú ekkert?
Nú er hann að bresta í grát!
Þú sagðir hann sterkari' en allt þetta fólk.
Pabbi, seg mér hví þá
vilja allir hann líflátinn fá?“
Síðar þann dag varð drungi' á himni.
Við dyrnar bað pabbi mig bíða inni.
Grunaði víst válynda storma.
Var það svo satt!
Ég velti þó yfir því vöngum
hvor vissi' hann hvernig' á því væri statt.
Svo þegar hann fór ég finna varð út.
Færi' ekki að villast, hugrökk var.
Ég í mannhafið hvarf
Brátt á aftökuhæð er ég var stödd
heyrði ofan frá krossinum rödd.
Hann sagði: „Faðir, hvað merkja hrópin?
Hvers vegna æsast þeir allir við ópin?
Hlutum þeir kasta um kyrtilinn minn.
Kveljandi sársauka þyrnanna' eg finn!
Faðir, hví aðhefst þú ekkert?
Án efa þú heyrir minn grát!
Ég taldi að þyldi ég þyngsl þessa kross.
Faðir, mig minntu á
fyrir hvað vilja þeir líf mitt fá?
Hvenær fæ ég það sjálfur að sjá?“
„Sonur minn kær, ég heyri hrópin!
Ég horfi á óvininn æsast við ópin.
En brátt mun ég skínandi skrúða þér fá.
Særir mig, Jesús, þig kvalinn að sjá!
Þótt myrk sé stundin, ég aðhafst fæ ekkert.
Eg þó heyrt hef þinn nístandi grát.
Þitt blóð hefur kraft til að buga allt illt.
Brátt sérðu bak augna' af illskunni spillt.
Líttu, þér hjá er lítið barn,
lostið ótta, föður hjá.
Nú get ég sagt þér að
þú lætur þitt líf fyrir það.“
Guðlaugur Gunnarsson þýddi, 18.3.2008.
Why
We rode into town the other day
Just me and my Daddy
He said I'd finally reached that age
And I could ride
next to him on a horse
That of course was not quite as wide
We heard a crowd of people shouting
And so we stopped to find out why
And there was that man
That my dad said he loved
But today there was fear in his eyes
So I said "Daddy, why are they screaming?
Why are the faces of some of them beaming?
Why is He dressed in that bright purple robe?
I'll bet that crown hurts Him more than He shows
"Daddy, please can't you do something?
He looks as though He's gonna cry
you said he was stronger than all of those guys
Daddy, please tell me why
Why does everyone want him to die?"
Later that day the sky grew cloudy
And Daddy said I should go inside
Somehow he knew things would get stormy
Boy was he right
But I could not keep from wondering
If there was something he had to hide
So after he left I had to find out
I was not afraid of getting lost
So I followed the crowds
To a hill where I knew men had been killed
And I heard a voice come from the cross
And it said, "Father, why are they screaming?
Why are the faces of some of them beaming?
Why are they casting their lots for My robe?
This crown of thorns hurts Me more than it shows
Father, please can't You do something?
I know that You must hear My cry
I thought I could handle the cross of this size
Father, remind Me why
Why does everyone want Me to die?
When will I understand why?"
"My precious Son, I hear them screaming
I'm watching the face of the enemy beaming
But soon I will clothe You in robes of My own
Jesus, this hurts Me much more than You know
But this dark hour I must do nothing
Though I've heard Your unbearable cry
The power in Your blood destroys all of the lies
Soon You'll see past their unmerciful eyes
Look there below, see the child
Trembling by her father's side
Now I can tell You why
She is why You must die"
Nichole Nordeman