eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Loforðið gildir
Við biðjum og bíðum
í bæn og í ró eftir þér, Andi!
Í trausti og trú á þig
tökum við loforð þitt gilt, komdu!
Með von og lækning vængjum í,
með vindblæ og með eld
þú fyllir okkur enn.
Við biðjum og bíðum
í bæn og í ró eftir þér, Andi!
Í trausti og trú á þig
tökum við loforð þitt gilt, komdu!
Með von og lækning vængjum í,
með vindblæ og með eld
þú fyllir okkur enn.
Þess við nú bíðum að húsið þú hrærir
og hugrekki gefir þitt frelsi að boða
með táknum og undrum er fylgja svo okkur,
að dýrð þín hér dvelji er, Drottinn, við tignum þig!
Við lofum þig!
Við tignum þig! Við lofum þig!
Við tignum þig! (Vo,vo, vo, vo, vo, vo, vo, vo ... )
Við tignum þig! Við lofum þig!
Við tignum þig! Við lofum þig!
Við tignum þig!
Við tignum þig, æðsti Drottinn!
Við lofum þig!
Guðlaugur Gunnarsson þýddi
25. mars 2012.
Walk in the promise
Our souls wait in silence,
in rest and in quiet for You, Spirit
In trust and dependence
we walk in the promise of You, coming
With hope and healing in Your wings,
with fire and with wind
You fall on us again
Our souls wait in silence,
in rest and in quiet for You, Spirit
In trust and dependence
we walk in the promise of You, coming
With hope and healing in Your wings,
with fire and with wind
You fall on us again
Here we are waiting for this house to be shaken
For the boldness to carry Your name to the nations
Your signs and Your wonders to go now before us
For the weight of Your glory to rest as we lift You up
We lift You up,
We lift You up, we lift You up
We lift You up, (Woah woah woah…)
We lift You up, we lift You up
We lift You up, we lift You up
We lift You up
We lift You up, higher higher
We lift You up
Jeremy Riddle
Því að svo segir Drottinn Guð, Hinn heilagi Ísraels: „Fyrir afturhvarf og rósemi munuð þér frelsast, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“ (Jesaja 30,15)
Lát mig gista í tjaldi þínu um eilífð, eiga athvarf í skjóli vængja þinna. (Sálm 61,5)
En sól réttlætisins mun rísa yfir ykkur, sem virðið nafn mitt, og vængir hennar færa lækningu. (Malakí 3,20)
Þegar menn höfðu beðist fyrir hrærðist staðurinn þar sem þeir voru saman komnir og þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung. (Postulasagan 4:31)
Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. (Postulasagan 2:2-3)
Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. ... En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, 18taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir. (Mark. 16,15;17-18)
En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“ (Post 1:8)