eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Hve djúp er ást Guðs?
Hve djúp er ást Guðs okkar til?
Það enginn nær að skilja,
að gaf hann einkasoninn sinn
hvern syndara að frelsa.
Hve hart það nísti huga Guðs
í harmi leit hann undan
er einkason hans særður var
þá sýknaði hann margan.
Á krossi soninn er að sjá
mína synd hann bar þar alla.
Ég skammast mín að skyldi’ eg þá
með skúrkum háðsorð kalla.
Mín synd þar honum föstum hélt
uns hafði’ hann fullnað verkið.
Hans voðadauði vann mér líf.
Ég veit að því er lokið.
Mitt hrós er ekkert sem ég á,
mitt eigið vald, né viska.
Ég hrósa mér af Kristi má
því mig hann dó að frelsa.
Hann fórnaði sér fyrir mig
og fjötra braut hann valdið.
Hvað get ég sagt? Hann gaf mér sig!
Hann greiddi lausnargjaldið!
Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
7. apríl 2012.
How deep the Father's love for us
How deep the Father's love for us,
How vast beyond all measure
That He should give His only Son
To make a wretch His treasure
How great the pain of searing loss,
The Father turns His face away
As wounds which mar the chosen One,
Bring many sons to glory
Behold the Man upon a cross,
My sin upon His shoulders
Ashamed I hear my mocking voice,
Call out among the scoffers
It was my sin that held Him there
Until it was accomplished
His dying breath has brought me life
I know that it is finished
I will not boast in anything
No gifts, no power, no wisdom
But I will boast in Jesus Christ
His death and resurrection
Why should I gain from His reward?
I cannot give an answer
But this I know with all my heart
His wounds have paid my ransom
(REPEAT)
Stuart Townend (lag og texti)