Nógu lágt

Mikli Guð, lút nógu lágt svo heyrir mig.
Áður fyrr í angist grét ég,
ein var ljónagryfju í.
Nokkrum sinnum hef ég spurt þig:
Viltu sjóinn kljúfa á ný?
En í kvöld ég ekki þarfnast
stólpa elds á himni hátt.
Ég vildi bara' að þú mig bærir ef ég brysti í grát.
Mikli Guð, lút nógu lágt svo heyrir mig.

Mikli Guð, ver nærri mér svo finni’ eg þig.
(Því) Stundum gat ég ekki gengið
alein Golíati mót.
(Og) Hvernig gátu líka gleymst mér
göngur kring um Jeríkó?
En í kvöld ég ætla ekki
út að leggja reyfi mitt.
Ég vildi bara vita' að blessist allt og verði gott.
Mikli Guð, ver nærri mér svo finni’ eg þig.

Mér ljúft er Guði lof að tjá
þeim er leyndardóma fyrrum vann.
Sjá ótalmörg hans undratákn
þegar alheims sögu breytti hann.
Mér í kvöld er höfgi' í hjarta
og þá hljóðu bæn nú einlægt fram ég ber:
Ertu hér?

Ef þú vildir skrifa' á vegginn
frá þér vonarorð til mín,
djúpa visku' í draumi gæfir
eins og Daníeli sýn.
(En) Ekki þarf ég afl sem Samson,
hvað þá eldvagn er ég dey.
Ég vildi bara vita' að hvert mitt hár þér væri' ei gleymt.
Mikli Guð, lút nógu lágt svo heyrir mig.




Guðlaugur Gunnarsson þýddi, 2.10.2007.

Small Enough

Oh great God, be small enough to hear me now.
There were times when I was crying
from the dark of Daniel’s den.
I had asked you once or twice
if you would part the sea again.
Tonight I do not need a
fiery pillar in the sky
Just want to know you’re gonna
Hold me if I start to cry

Oh great God
Be small enough to hear me now
Oh great God
Be close enough to feel me now
(Oh great god be close to me)
There have been moments when I could not face
Goliath on my own
And how could I forget we marched
Around our share of Jerichos
But I will not be setting out
The fleece for you tonight
Just wanna know if everything will be alright
Oh great god be close enough to feel me now

Oh praise and all the honor be
To the god of ancient mysteries
Whose every sign and wonder
Turn the pages of our history
But tonight my heart is heavy
And I cannot keep from whispering, whispering
Are you there?

And I know you could leave writing
On the wall that’s just for me
Or send wisdom while I’m sleeping
Like in Solomon’s sweet dreams
I don’t need the strength of Sampson
Or a chariot in the end
Just wanna know you still know how many
Hairs are on my head
Oh great God (Are you small enough)
Be small enough to hear
Me now

Nichole Nordeman