Friður og gleði

Hjarta mitt fyllist friði og gleði
fundið hef ég lífsins lindir   
Sonur Guðs lagði líf sitt að veði
laus ég er við mínar syndir.

Hjarta mitt fyllist heilögum anda
hoppa ég vil fylltur gleði.
Fiðringur nær til fóta og handa
finn að vart ég við mig réði.

Hjarta mitt fyllist friði og gleði
fundið hef ég lífsins lindir   
Sonur Guðs lagði líf sitt að veði
laus ég er við mínar syndir.

Hjarta mitt fyllist heilögum anda
hoppa ég vil fylltur gleði.
Fiðringur nær til fóta og handa
finn að vart ég við mig réði.

Hrópar hamingjugleði!
Hlátur fögnuðinn téði!
Dans og dásemdin réði!
Dvöl á hamingjubeði!

Hrópar hamingjugleði!
Hlátur fögnuðinn téði!
Dans og dásemdin réði!
Dvöl á hamingjubeði!

Guðlaugur Gunnarsson, 28/8/2011