eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Guði mætti ég að morgni
Guði mætti ég að morgni
- mest er dagsins gildi þá -
og ég fann hann hvarf ei frá mér
því hann mætti hjartans þrá.
Nánd hans entist allan daginn,
allt til kvölds hann með mér var.
Yfir ólgusjó þótt sigldum
samt að strönd í friði bar.
Önnur skip þá undan hröktust,
áhöfn þeirra skelfing leið.
Vindar þeim þó vanda yllu
veittist okkur leiðin greið.
Minntist ég þá morgunstunda
mætt ég Guði hafði‘ ei þá.
Nísti mig að nefnda morgna
návist hans var ei mér hjá.
Leyndarmálið ljóst mér þykir,
lært það hef um farinn veg:
Guði mættu snemma morguns
með þér svo hann sé þann dag.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
25. febrúar 2013
I met God in the morning
I met God in the morning
When the day was at its best,
And his presence came like sunrise
Like a glory within my breast.
All day long the presence lingered
All day long he stayed with me;
And we sailed in perfect calmness
O´er a very troubled sea.
Other ships were blown and battered,
Other ships were sore distresses;
But the winds that seemed to drive them
Brought to us a peace and rest.
Then I thought of other mornings
With a keen remorse of mind,
when I too loosed the moorings,
With his presence left behind.
So i think I know the secret
Learned from many troubled way;
You must seek God in the morning
If you want Him through the day.
Ralph S. Cushman
Spiritual Hilltops