eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Ég get ekki farið með í felur
að mér finnist líf mitt stefna‘ í þrot:
Innantómur kuldi hugann kvelur,
koma mér í hugann öll mín brot.
Viðlag:
Jesús, tak mitt hörkumikla hjarta
helgan anda legðu mér í brjóst.
Skapa í mér bústað lífsins bjarta,
boðorð
þitt mér ávallt gerðu ljóst.
Þegar ég hef illa breytt gegn öðrum
þá mig angrar samviskan á ný.
Sýkna mig, ó Guð, af mínum gjörðum,
gefðu aftur steinhjartanu líf.
Þú einn syndir mínar hreinsað hefur,
hjarta nýtt af holdi gefið mér.
Nýja skynjun ást þín einnig gefur,
innra með
mér segir hvað mér ber.
Guðlaugur Gunnarsson
17. maí 2015
Esekiel 36:25-28:
25Ég mun dreypa á ykkur hreinu vatni svo að þið verðið hreinir. Ég mun hreinsa ykkur af öllum óhreinindum ykkar og skurðgoðum. 26Ég mun gefa ykkur nýtt hjarta og leggja ykkur nýjan anda í brjóst. Ég mun taka steinhjartað úr líkama ykkar og gefa ykkur hjarta af holdi. 27Ég mun leggja ykkur anda minn í brjóst svo að þið farið að boðum mínum og haldið reglur mínar og framfylgið þeim. 28Þið skuluð búa í landinu sem ég gaf feðrum ykkar og þið skuluð vera mín þjóð og ég skal vera Guð ykkar.