eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Von í brjósti vekur þú
vaknar ást mín og trú.
Þú brosir bjartast við mér
svo birta ljómar frá þér.
Ég þakka
vil Guði sem gaf mér þig
og gæfu þá: þú elskar mig.
Ég þakka vil Guði sem gaf mér þig
og gæfu
þá: þú elskar mig.
Án þín væri elskan tóm,
engin seyðandi blóm
En – ég á þig að!
Ég þakka vil Guði
sem gaf mér þig
og gæfu þá: þú elskar mig.
Leyf mér loks að tjá:
Líf með þér er mín þrá.
Njótum þess
að eigast að
ekkert er betra’ en það.
Ég þakka vil Guði sem gaf mér þig
og gæfu þá: þú elskar mig.
Guðlaugur Gunnarsson,
febrúar 2010