eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Ósk mín er enn á ný
að eignast geti ég von
og lagt að baki mín brot
sem borið hefur Guðs son.
Í dag vil ég fara með bæn um frið,
um fyrirgefning, sátt og grið.
Í dag vil ég fara með bæn um frið,
um fyrirgefning, sátt og grið.
Ég lifi í dag, það
líkar mér.
Liðin fortíðin er.
Enn - eignast ég von:
Í dag vil ég fara með bæn um frið,
um fyrirgefning, sátt og grið.
Ég
á góðan dag,
gleði með betri hag.
Lífið aldrei vonlaust er:
Enn eitt býðst færi mér.
Í dag vil ég fara með bæn um frið,
um fyrirgefning, sátt og grið.
Guðlaugur Gunnarsson,
febrúar 2010