Seg mér

Jólin - ljómar um mig litadýrð,
ljós í hverju tré,
allt svo sérstakt er ég sé!
Úú, klukkur, ég fæ hljóma þeirra‘ að heyra í kvöld,
hátíð er við völd,
ég syng jólasöng,
sæl er nóttin löng
og hefðin aldalöng.

Segðu mér, eru jólin aðeins fals?
Hver er kjarni þessa alls?
Hvert er innihald
sem í þeim fólgið er?

Seg mér:
Veistu ekki það sem vissu vitringar
er vitja hans.
Þeir sáu blessun Guðs í Betlehem.
Þeir báru gjafir frelsaranum ,
ást Guðs litu‘ í augum lítils barns.

Sjáðu‘hann !
Lítið barn í jötu liggur þar (ég sé hann)
sem lotning okkar ber.
Hann færir okkur frið,
hans frelsi veitir grið
ef honum gefumst við.
Ó, ég sé hann, (hann sér þig!)
enginn honum líkur er
opna hjarta þitt!
Ég vil taka við í trú, ég vil tigna son Guðs nú,
hjarta mitt, ó, til hans snú!

Seg mér:
Veistu ekki það sem vissu vitringar
er vitja hans.
Þeir sáu blessun Guðs í Betlehem.
Þeir báru gjafir frelsaranum ,
ást Guðs litu‘ í augum lítils barns.

Jólaljósin lýsa skær,
ljúfur Jesús er mér kær,
ljómar stjarna hans mér nær.
Barn í jötu blessun gefur þér og mér.
Hjá jötu hans ég krýp í kvöld
og kærleik hans ég gef öll völd
Í trú ég tek við jólabarninu!

Seg mér:
Veistu ekki það sem vissu vitringar
er vitja hans.
Þeir sáu blessun Guðs í Betlehem.
Þeir báru gjafir frelsaranum ,
ást Guðs litu‘ í augum lítils barns.
Ó, leyf mér þig að sjá!

Guðlaugur Gunnarsson
frumort 3. nóvember 2019.

Lagboði: Tell him.