Föðurást

Þú veður gegn um eldhúsið sem óður her
en ávíti ég þig þú hlærð á móti mér.
Það stoðar ekkert önugur að vera.
Ég get ei gert að því hve fljótt ég þýður verð.
Þú varst sá sem byrjaðir, það veistu’ og sérð!
Þú mældir út hvað myndi ég nú gera!

En er ég sé þig sniglast,
stríðnislega ganga hjá,
þá hugsarnirnar heyrast:
Hvers vegna? og hvernig þá?

Djúpt í hjarta mínu hrærðir sálarstreng.
Sérstök fullvissa þar býr um þennan dreng
um ást
um ást
ást, einlæg ást,
það er ást, einlæg ást.

Sjáið töfratrítil sveifla galdrasóp
slást við hulinn, óðra manna bófahóp
uns loks hann fellur, þá faðmur minn hans bíður.
Komum ástar bullukolli að óvörum,
ósvikin er undrun þá í barnsaugum
og augun stækka og minnka uns frá líður.

En grátir þú sem þrumur
þungbúið er allt að sjá.
Þú hlærð við áköf undur,
augu beggja mætast þá.

Enginn finnst mér vera fallegri en þú,
fingur er þú til mín teygir mynda ég brú
úr ást
já, ást,
ást, einlæg ást,
það er ást, einlæg ást.



Guðlaugur Gunnarsson, 27. september 2010

When I See You Walking

You plow through the kitchen like a mad giraffe
But when I tell you off you only wait to laugh
And staying angry is a fruitless endeavour
Ain‘t my fault that I get soft in seconds flat
You‘re the one who started this, remember that
When you rolled out, ready for whatever

And when I see you walking
Mischievously marching by
When I hear you talking
Winged words of where and why

There‘s a movement at the centre of my soul
There‘s a certainty, inviolable as gold
Of love

See the magic midget with the bag of tricks
Fencing with an unseen gang of lunatics
Then falling over, into these arms awaiting
Take the little jabberwocky by surprise
See the pristine wonder in those baby-eyes
Little pebbles, contracting and dilating

When you cry there‘s thunder
And the sky is dull and grey
When you laugh in wonder
None of us can look away

I believe there‘s none more beautiful than you
When you reach for me there‘s nothing I can do
But love

Edgar Smári.