eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Við loga tendrum er lækkar sól
svo ljóma augun við skinið bjarta
og bernskuminning um blessuð jól
mér býr í huga og vermir hjarta.
Þótt horfin séu
þau heilög jól
er hátíðlega við áttum forðum
með ástarhlýju skín eilíf sól
ef aðeins komum við að því orðum.
Lát
birtu jóla þér bera von
er barn í jötu kom jörð að færa.
Ber elsku líkt og Guðs einkason
til allra þeirra sem áttu kæra.
Guðlaugur Gunnarsson
27/11/2012
Lag: Bjarni Gunnarsson