Þú komst með frið

Er jólahátíð heldur innreið sína
er himinn Guðs á jörð hjá þér og mér
því lítið barn sem leysir fjötra mína
er lagt í jötu, sonur Guðs það er.

Þú komst með frið sem fallið mannkyn þráir
þú frelsi gefur, líf og bjarta von.
Leyfðu mér að koma’ og krjúpa hjá þér,
ó, kæra barn, ég elska þig, Guðs son.

Þau hjörtu manna’ er ótti’ og angist fylla
og engri von né friði veita rúm
ég bið þig sefa, lækna, storma stilla
og styrk þeim gef og lýs upp sálarhúm.


Guðlaugur Gunnarsson,
frumsamið 17. október 2010.

Fellur að laginu : "You Raise Me Up" e. Rolf Løvland