Þig elska mun um alla eilífð

Ó, ég fann það fyrsta skiptið
er ég fegurð þína leit
að mig fjötrum bundið hafði ástin blíð.
Hver sem lífs míns verður leið
mun ég lifa fyrir þig
því ég veit, þig elska mun um alla eilífð.

Ég mun þig elska meðan anda má.
Í elli grárri verð ég enn þér hjá.
Og líkt og ástin sem í hjarta á
ég aldrei mun þér fara frá.

(En) ef þú fengir höfuðhögg
svo að hyrfi minni þitt
og hvern morgun hæfist upp á nýtt þitt líf,
þá hvern fagran friðardag
mun ég finna nýja leið
að sýna, að þig elska mun um eilífð.

Ég mun þig elska meðan anda má.
Í elli grárri verð ég enn þér hjá.
Og líkt og ástin sem í hjarta á
ég aldrei mun þér fara frá.

Þegar ljúfast reynist lífið
að því ljúki ég ei vil
eða látlaus reynist okkar unaðstíð
líf mitt upp þú ávallt lýsir
og af ótal ástæðum
ég veit, þig elska mun um alla eilífð.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi
19. janúar 2017

I Am Always Gonna Love You

Well I felt it from the moment
That you stepped into the light
There was absolutely nothing I could do
I be blessed or I be cursed
For the rest of my life
Cause I know that I was always gonna love you

I'm gonna love you till my dying day
I'll be beside you when you're old and grey
Just like the feelings that I feel right now
I'm never gonna go away

(And) if you ever hit your head
And you lost your memory
So that every morning started life anew
Well with every passing day
I’d invent another way
To show that I am always gonna love you

I'm gonna love you till my dying day
I'll be beside you when you're old and grey
Just like the feelings that I feel right now
I'm never gonna go away

From the picture perfect moment
That i never wanna end
To the couch and TV kind of afternoon
You're the light that’s always shining
There's a million reasons why
I know that I am always gonna love you

Jon McLaughlin