Spegilmynd

Horfðu’ á mig,
kannski heldur þú
að þú sjáir mig,
samt mig þekkir enginn.
Sérhvern dag
hlutverk mitt ég leik svo vel.
Nú ég sé:
hylji gríma mig
heiminn blekkt ég get.
Hjarta mitt ég get ei blekkt.

Hver er hún, stúlkan sú,
er horfir núna beint á mig?
Hvenær mun mín spegilmynd
sýna hver ég er?

Nú ég fel fyrir heiminum hvað í hjarta býr
og það sem ég trúi.
Samt ég mun sýna öllum þeim
hvað í hjarta býr,
verð elskuð sem ég sjálf.

Hver er hún, stúlkan sú,
er horfir núna beint á mig?
Hvers vegna er spegilmynd mín ókunn mér?
Verð ég um alla tíð látast vera önnur hér?
Hvenær mun mín spegilmynd
sýna hver ég er?

Hjartað þarf að verða frjálst sem fugl
sem fær svar við spurningum um orsök þess
hvers vegna leynum við
okkar hug,
hjartanu?
Verð ég alltaf hulin ég
sem dyl mig þér?

Ég vil ei látast meir, vera einhver önnur hér.
Hvenær mun mín spegilmynd
sýna hver ég er?
Hvenær mun mín spegilmynd
sýna hver ég er?

Guðlaugur Gunnarsson þýddi
12/1/2003

Reflection

Look at me,
you may think you see
who I really am
But you’ll never know me
Ev’ry day
it’s as if I play a part
Now I see
If I wear a mask
I can fool the world
But I cannot fool my heart.

Who is that girl I see
Staring straight back at me?
When will my reflection show
Who I am inside?

I am now in a world where I have to hide my heart
And what I belive in
But somehow I will show the world
What’s inside my heart
And be loved for who i am

Who is that girl I see
Staring straight back at me?
Why is my reflection someon I don’t know?
Must I pretend that I’m someone else for all time?
When will my reflection show
Who I am inside?

There’s heart that must be free to fly
That burns with a need to know the reason why
Why must we all conceal
What we think
How we feel?
Must there be a secret me
I’m forced to hide?

I won’t pretned that I’m someone else for all time
When will my reflection show
Who I am inside?
When will my reflection shoe
Who I am inside?