eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Kraftur krossins
Sjá, er morgunn rann
myrkradaginn þann
Kristur er gekk til Golgata,
sekum dæmdur af,
særður, hæddur var,
negldur á níðingskross.
Viðlag:
Kraftur Guðs krossinn er:
Kristur þar syndir ber.
Sök hann tók, syndaskuld,
mín sekt á brott við krossinn er.
Sjá, þig særðan þá
sárar kvalir þjá,
barstu þar syndabyrði heims.
Sérhver illskudáð,
allra vonskuráð
krýndu þig krónu háðs.
Sjá, nú dimmir skjótt
skelfur jörðin ótt
skaparinn höfuð hneigir sitt.
Fortjald sundur ríf,
senn fá dánir líf.
Sjá, það er fullkomnað!
Sjá, mitt eigið nafn
er í hönd þér rist,
sigur þinn fær mér frelsi’ og líf.
Dáinn dauðinn er,
dafnar líf í mér,
allt það mér ást þín gaf.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi
10. júní 2012.
The Power of the Cross
Oh, to see the dawn
Of the darkest day:
Christ on the road to Calvary.
Tried by sinful men,
Torn and beaten, then
Nailed to a cross of wood.
Chorus:
This, the pow’r of the cross:
Christ became sin for us;
Took the blame, bore the wrath.
We stand forgiven at the cross.
Oh, to see the pain
Written on Your face,
Bearing the awesome weight of sin.
Ev’ry bitter thought,
Ev’ry evil deed
Crowning Your bloodstained brow.
Now the daylight flees;
Now the ground beneath
Quakes as its Maker bows His head.
Curtain torn in two,
Dead are raised to life;
“Finished!” the vict’ry cry.
Oh, to see my name
Written in the wounds,
For through Your suffering I am free.
Death is crushed to death;
Life is mine to live,
Won through Your selfless love.
Final Chorus:
This, the pow’r of the cross:
Son of God, slain for us.
What a love! What a cost!
We stand forgiven at the cross.
Words & Music by Keith Getty & Stuart Townend