Jólanna hátíð

Jólanna hátíð í huga mér er,
hjartkærar minningar ber hún með sér.
Brosandi' af tilhlökkun börn allt um kring.
Bernskujólin mín - um þau ég syng.

Ljósin í myrkrinu lýsa svo skær,
ljómandi vinaraugu mér kær.
Sagan um frelsarann sungin á ný.
Samveran auðgar og kveðjan er hlý

Læðst er með gjafir sem gleðja hvern mann.
Gleðin brátt tekur völdin með sann!
Góður fresarinn gefi þér þá
gleðleg jól þínum nánustu hjá!

     Guðlaugur Gunnarsson nóvember 2015