eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Sálmur 42
Hjartað þráir þig, ó Drottinn,
þorsti býr í minni sál.
Eins og hindin þráir vatnslind
þig, ó Guð, ég þrái’ að sjá,
þig, ó Guð, að þekkja fá.
Dagleg tárin metta mig
Menn spyrja: Hvar er þinn Guð?
Lít ég liðna gleðitíð
er lofsöng ég með þínum lýð.
Við fylltum hús þitt söngvaklið
Þótt mín sál sé óróleg
enn mun ég vona á Guð.
Ég minnist þín, og man svo vel,
hve mikla náð þú sýndir mér.
Því vil ég flytja lofgjörð þér.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi
Októmber 1998.
Psalm 42
There’s a longin in my heart, Lord
There’s a thirsting in my soul.
As a deer longs for the water,
Thou, oh Lord, I would behold
Thou, oh Lord, I long to know.
Day and night I feast on tears.
They ask me, “where is your God?”
I look back on better days,
The feast of joy, the glad parade,
We filled Your house with song of praise.
Though my heart can find no rest,
Yet will I wait for my God
My thoughts will rise to take their flight
From Jordan’s banks to mountain heights,
So will I praise You day and night.
Words & Music by: Tom Howard