eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Þegar ég sagði já
Nú ég syngja vil um sælu þá
þegar sagði ég við Guðs son: Já!
því þá mætti Jesús minni þrá.
Máttinn hann á.
Hann tók burtu mína synd og sekt
Og hann sjálfan fæ ég núna þekkt,
þennan heimsins eina arkitekt!
Ekkert fær blekkt.
Taktu við í trú
Til hans komdu nú
Veitt hann getur þér
von sem gaf hann mér í trú.
Jesús gefur nýja gleði mér
og hann gætir að mér hvert sem fer.
Nýja von ég á og vitni ber:
Vinur hann er!
Guð ég þakka þér
Þú gafst lífið mér
Lof þér einum ber
Líf mitt gjörbreytt orðið er.
Nú mín tilvera á tilgang þann
að ég tigni Guð og lofi hann
því hjá Jesú líf og frelsi fann,
fögnuð með sann.
Lag: Bjarni Gunnarsson
Ljóð: Guðlaugur Gunnarsson 24. janúar 2025