eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Guð er sjálfur gestur á jörð
Ég hlakka svo til að halda’ upp á jól:
Þá heilög er stund um hallir og ból.
Guð er sjálfur gestur á jörð! x3
Nú klukkurnar heyr: Þær klingja og slá,
því konungur lífs í jötunni lá.
Guð er sjálfur gestur á jörð! x3
Hann frið á jörðu færir
og frelsar sérhvern mann.
Og jólagjöf frá Guði,
sanna gleði, veitir hann.
Ég hlakka svo til að halda’ upp á jól:
Þá heilög er stund um hallir og ból.
Guð er sjálfur gestur á jörð! x3
Það barn sem forðum fæddist
nú frelsar sérhvern mann.
Í huga gleðin glæddist
þegar Guð ég sjálfan fann!
Ég hlakka svo til að halda’ upp á jól:
Þá heilög er stund um hallir og ból.
Guð er sjálfur gestur á jörð! x3
Guðlaugur Gunnarsson, 16.10.2006.
"Santa Claus Is Comin' To Town"
Sungið við lagið:
"Santa Claus Is Comin' To Town"