eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Dauðann sigrað son Guðs hefur
Dauðann sigrað son Guðs hefur. Hallelúja!
Sigurgleði öllum gefur. Hallelúja!
Syng með himins skara hátt: Hallelúja!
Sigur þann þú eiga mátt! Hallelúja!
Lausnari vor lifir enn. Hallelúja!
Líf sitt gaf fyr’ alla menn. Hallelúja!
Frið oss keypti föllnum lýð. Hallelúja!
Frelsun bjó um ár og síð. Hallelúja!
Líf og von, þú Guðs son, gefur. Hallelúja!
Gröfin ekkert vald nú hefur. Hallelúja!
Loks frá gröf þú leysir mig. Hallelúja!
Líta fæ ég, Drottinn, þig. Hallelúja!
Guðlaugur Gunnarsson
vorið 1981
Joh Haas / norskur texti: Trygve Bjerkrheim
M Carey