Huga kært

Guðs orð okkur mönnum er
eilíft ljós á myrkum vegi,
leiðsögn góð og lampi mér
lokamarkið svo ég eygi.
Heilagt orð Guðs, huga kært,
huggun, von og líf mér gefur.
Hjartað af því endurnært
elsku Guðs þar fundið hefur.

Sekri minni sálu fær
svölun veitt og fyrirgefning.
Segir mér að son Guðs kær
sjálfur bæri mína hegning.
Heilagt orð Guðs, huga kært,
huggun, von og líf mér gefur.
Hjartað af því endurnært
elsku Guðs þar fundið hefur.

Ljúfi Guð, þitt lífsins orð
leiðir mig um réttar brautir.
Náð þín er mér nægtaborð.
Nafn þitt linar allar þrautir.
Heilagt orð þitt, huga kært,
huggun, von og líf mér gefur.
Hjartað af því endurnært
elsku þína fundið hefur.


Guðlaugur Gunnarsson
október 2014