Er fyrir hástól Guðs ég geng

Er fyrir hástól Guðs ég geng
þá góða málsvörn fram ég ber:
Minn æðstaprest, Guðs ástarfeng,
sem ætíð biður fyrir mér.
Með nöglum rist mitt nafn hann ber.
Mitt nafn á hjarta sitt lét skrá,
og meðan hann á himnum er
mig hrekja þaðan enginn má,
mig hrekja þaðan enginn má.

Er Satan huga myrkvar manns
og minnir á að sekt ég ber,
þá lít ég upp til lausnarans
sem líf sitt gaf til bjargar mér.
Er sonur Guðs þar syndlaus dó
frá syndum sál mín frelsi fékk.
Guð sýknudóm mér sjálfum bjó
er sá hann hver í dauðann gekk,
er sá hann hver í dauðann gekk.

[Viðlag]:
Hallelúja! Hallelúja! Lofið hann,
son Guðs upprisinn.

Til hans ég lít, sem lamb Guðs er,
og lofsyng hreinleik frelsarans.
Hann aldrei breytist, ávallt ber
Guðs ást og náð til sérhvers manns.
Í honum eilíft líf ég á
hans eign er ég með blóði keypt
Mitt líf er hulið honum hjá
sem hefur líf mitt endurkeypt,
sem hefur líf mitt endurkeypt.


Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
30. ágúst 2016.

Before the throne of God above

Before the throne of God above
I have a strong and perfect plea:
A great High Priest, whose name is Love,
Who ever lives and pleads for me.
My name is graven on His hands,
My name is written on His heart;
I know that while in heaven He stands
No tongue can bid me thence depart
No tongue can bid me thence depart.

When Satan tempts me to despair,
And tells me of the guilt within,
Upward I look, and see Him there
Who made an end to all my sin.
Because the sinless Savior died,
My sinful soul is counted free;
For God the just is satisfied
To look on Him and pardon me
To look on Him and pardon me

[Bridge in Shane & Shane‘s version:]
Hallelujah! Hallelujah! Praise the One,
Risen Son of God!

Behold Him there, the Risen Lamb
My perfect, spotless righteousness,
The great unchangeable I am,
The King of glory and of grace!
One with Himself I cannot die
My soul is purchased by His blood
My life is hid with Christ on high,
With Christ, my Savior and my God
With Christ, my Savior and my God

Text by Charitie Lees Bancroft
Tune by Vikki Cook