Jesaja 43:

16Svo segir Drottinn sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn ...
18Minnist hvorki hins liðna né hugleiðið það sem var.
19Nú hef ég nýtt fyrir stafni, nú þegar vottar fyrir því, sjáið þér það ekki?
Ég geri veg um eyðimörkina og fljót í auðninni.
20Dýr merkurinnar munu tigna mig, sjakalar og strútar,
því að ég læt vatn spretta upp í eyðimörkinni og fljót í auðninni
til að svala minni útvöldu þjóð.
21Þjóðin, sem ég myndaði handa mér, mun flytja lofgjörð um mig.

Guð mun greiða leið

Guð mun greiða leið
þar sem geisar voði’ og neyð.
Þótt geti‘ ei séð hvert gatan fer
greiða mun hann veginn mér.
Leiða mun hann mig,
með mér fara’ um ókunn stig.
Með ást og kraft við öll mín skref
:,: opnar hann mér veg. :,:

Hann mun opna veg í eyðimörk, mig leiða,
um örævin hann fljótin leiðir fram.
Orð hans mun vara við
þó að veröld fái’ ei grið.
Drottinn minn grípur inn í dag.

Guðlaugur Gunnarsson
Þýtt í júní 1997

God will make a way

God will make a way
Where there seems to be no way
He works in ways we cannot see
He will make a way for me
He will be my guide
Hold me closely to His side
With love and strengh for each new day
He will make a way He will make a way

By a roadway in the wilderness He'll lead me
Rivers in the desert will I see
Heaven and eath will fade
But His word will still remain
And He will do something new today

Söngur og texti: Don Moen