eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Forn írskur sálmur (Rop tú mo baile), líklega frá 6. eða 7. öld. ensk þýðing Mary E. Byrne og Eleanor Hull.
Írskt þjóðlag.
Leyf mér að sjá þig
Leyf mér að sjá þig, minn lausnari kær,
löngun mín er að ég dragist þér nær.
Dvel mér í huga að degi sem nótt.
Drottinn minn, ljósið þitt gerir mér rótt.
Leyf mér að heyra þig, hlusta þig á.
Hjá mér æ vertu og ég æ þér hjá.
Ber mig sem faðir því barn þitt ég er.
Búa mér leyfðu um eilífð hjá þér.
Vertu minn skjöldur, mitt vígi og sverð,
vegsemd og gleði mín lífsins á ferð,
sál minni athvarf er sækir að neyð,
sýndu mér veginn og heim mig þú leið.
Vertu mín arfleifð í velsæld, í nauð,
veit mér ei fátækt né jarðneskan auð.
Hjarta mitt fylltu og fremstur þar ver.
Frelsarinn góði minn fjársjóður er.
Dýrð þína þrái ég dag einn að sjá,
Drottinn, mín gleði mun fullkomnast þá.
Leið mig í ríki þitt, lausnari minn,
loks þá ég eignast mun sigursveig þinn.
Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
17. maí 2012
Be Thou my vision
1. Be Thou my vision, O Lord of my heart;
Naught be all else to me, save that Thou art.
Thou my best thought, by day or by night,
Waking or sleeping, Thy presence my light.
2. Be Thou my Wisdom, Thou my true Word;
I ever with Thee, Thou with me, Lord;
Thou my great Father, I thy true son;
Thou in me dwelling, and I with Thee one.
3. Be Thou my battle-shield, sword for my fight,
Be Thou my dignity, Thou my delight.
Thou my soul's shelter, Thou my high tower.
Raise Thou me heavenward, O Power of my power.
4. Riches I heed not, nor man's empty praise,
Thou mine inheritance, now and always:
Thou and Thou only, first in my heart,
High King of heaven, my Treasure Thou art.
5. High King of heaven, my victory won,
May I reach heaven's joys, O bright heav'ns Son!
Heart of my own heart, whatever befall,
Still be my vision, O ruler of all.